12 mars 2013

Reðursafnið og guð

Fór á Reðursafnið í dag í fyrsta sinn, það var ekki hægt að borga með korti en Safnvörðurinn benti mér á að taka út pening í Hraðbanka á Hlemmi. Hraðbankinn gerði sér lítið fyrir og gleypti kortið en slíkt hafði ekki hent mig áður, ég lét loka því en fór aftur á Reðursafnið og skammaði manninn fyrir að nú væri það honum að kenna að kortið mitt hefði tapast og guð vildi ekki að ég skoðaði Reðursafnið. Safnvörðurinn sagðist halda að Guð hefði lítið með það að gera og bauð mér að skoða safnið ókeypis, ég gaf honum Bænabók í staðinn sem hann var hæstánægður með, ég fór inn á safnið og skoðaði öll þessi typpi af ýmsum stærðum og gerðum, loks var mér farið að finnast að typpið væri guð, einmana guð og tjáði þá skoðun mína við Safnvörðinn og hann tók því ekki fjarri.

Engin ummæli: