17 mars 2013
Smá af lífinu
Búin að mála ganginn bleikan, alveg guðdómlegt, og stiginn túrísblár, gefur Karabíska stemmningu þegar komið er inní húsið, búin að dansa og dansa, yndislegt. Valli frændi hringdi og sólin er úti, fermingarveisla og verð að fara í bað, Hólmsteinn kom með fína hugmynd í sambandi við Mundu töfrana. Á ég skreppa austur. Eða vestur. Hvar er ferðataskan mín. Og lífið er dásamlegt. Og tvíburarnir komu í læri í gær með konum sínum og börnum, undursamlegt, Embla málaði tvær stórkostlegar myndir og Lillý Elísabet staflaði glösunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli