31 desember 2013
Fór til Vesturheims
Einu
sinni var maður sem fór til Vesturheims, áðuren hann fór á skip þvoði
hann sokkana sína og hengdi þá til þerris yfir arineldinum. Garpur sonur
minn fór til Vesturheims í fyrradag og skildi eftir sig klippta
Brasilíufara sem voru frumsýndir í sjónvarpinu í gær, já menn skilja
ýmislegt eftir sig þegar þeir fara til Vesturheims og þess má geta sat
ég ellefu ára gömul inní bókaherbergi hjá afa og ömmu og las hvert
ættfræðiritið á fætur öðru og þegar stóð aftanvið nafn einhvers: Fór til
Vesturheims.... hríslaðist um mig örlagahrollur af lúxusgerð.
30 desember 2013
Ásakór... í Kanada.....
Fyrsta saga úr óbyggðum Kanada hjá Garpi og family:
Hann tekur upp myndavél, kvikmyndagræjur þegar hann er búinn að öllu og bjálkahúsið stendur þarna almáttugt og hver bjálki á sínum stað, þá tekur hann vélina og byrjar að taka upp og þá er það svo skrítið að þá sést Ásakór.
Brella!
Hann tekur upp myndavél, kvikmyndagræjur þegar hann er búinn að öllu og bjálkahúsið stendur þarna almáttugt og hver bjálki á sínum stað, þá tekur hann vélina og byrjar að taka upp og þá er það svo skrítið að þá sést Ásakór.
Brella!
Brellumeistarinn Tíminn
Tíminn er snjallasti brellumeistari sem ég þekki, hann getur breytt fortíð í nútíð og nútíð í framtíð og aftur framtíð í fortíð og þannig endalaust. Maður er kannki á gangi með hundinn og kominn á bólakaf í fortíðina og eina ráðið er að hlusta eftir fótataki hundsins tilað komast aftur í núið. Og já, tíminn og brellurnar, því hvernig stendur á því að lítill drengur sem svipti upp útidyrahurðinni og kallaði mamma ertu heima, er eitthvað til í ísskápnum, og lagði sína litlu hönd á ennið henni, hvernig stendur á því að þessi litli drengur getur á nokkrum mínútum, ef ekki augabragði farið til Kanada..... Vesturheims.... með fjölskylduna sína.... og fyrst svo er af því Tíminn sér um sína og framleiðir sínar brellur á færibandi þá hlýtur þessi litli drengur að vera fara til Vesturheims að reisa bjálkakofa í óbyggðum.
Einsog þeir gerðu hérna landnemarnir. Og hann þarf að höggva tré og reisa húsið, grafa fyrir brunninum, höggva í eldinn, reisa snúrustaura og búa til hægindastól handa frúnni og skera út dúkkur úr tré handa dætrunum, hann þarf auðvitað að eiga bók, og stromp, og tröppur.....
Og hann þarf að bægja burt skógarbjörnum og vingast við Indíanana, hlusta á laufskrúðið í skóginum eða vindinn á víðáttunni ef þeetta er slétta.... og hann þarf að læra að dorga í vatninu.
Og ég held að allt sem þessi litli drengur hafi brallið hingað til hafi einmitt verið til þess gert að búa hann undir akkúrat þetta og sitja svo á veröndinni með fjölskyldunni, hann er einmitt undirbúinn undir þetta.
Það eina sem gæti komið honum úr jafnvægi er ef móðir hans birtist nú alltíeinu og heimtaði að fá að sitja við arineldinn og stara í logana.
Einsog þeir gerðu hérna landnemarnir. Og hann þarf að höggva tré og reisa húsið, grafa fyrir brunninum, höggva í eldinn, reisa snúrustaura og búa til hægindastól handa frúnni og skera út dúkkur úr tré handa dætrunum, hann þarf auðvitað að eiga bók, og stromp, og tröppur.....
Og hann þarf að bægja burt skógarbjörnum og vingast við Indíanana, hlusta á laufskrúðið í skóginum eða vindinn á víðáttunni ef þeetta er slétta.... og hann þarf að læra að dorga í vatninu.
Og ég held að allt sem þessi litli drengur hafi brallið hingað til hafi einmitt verið til þess gert að búa hann undir akkúrat þetta og sitja svo á veröndinni með fjölskyldunni, hann er einmitt undirbúinn undir þetta.
Það eina sem gæti komið honum úr jafnvægi er ef móðir hans birtist nú alltíeinu og heimtaði að fá að sitja við arineldinn og stara í logana.
Þegar synir fara að heiman
Garpur og fjölskylda er farin til ársdvalar í Kanada og það er einsog ég ráði ekki við þetta, ég veit að ég er glöð... bara glöð og hef húmorinn en svo kemur tóm,.... svo kemur hinn mikli brellumeistarinn Tíminn og fer í marga hringi og ég er að hugsa hvernig var þetta þegar Jökull og Kristjón fóru, Jökull fór til Ameríku og Kristjón fór til Spánar, fyrst hélt ég væri búin að gleyma því og þá hugsaði ég, gleymist þetta þá líka, þessi tilfinning þarsem ég stend með kaffibollann við eldhúsgluggann og horfi útá hafi, gleymist þetta bara, en þá mundi ég eftir því að ég fylgdi Kristjóni alla leið þarsem hann keyrði í gegnum Evrópu í nokkra daga, var með honum alla leið og þegar Jökull fór til Ameríku fór ég útá flugvöll og ég var einsog titrandi strá, allt titraði inní mér, ég var bara hulstur.... utanum titringinn og mig langaði núna með útá flugvöll að kveðja þau, en fannst ég vera fyrir eða gera of mikið úr málunum, en auðvitað á maður alltaf að fara útá flugvöll... eða á maður að fara útá flugvöll.
12 desember 2013
27 nóvember 2013
Ný bók eða blað
Ég ætla gefa út nýja bók með þessu:
Dansað við brimölduna
Uppskrift
Draumur
Tískusýning
Ljóð
Dramasaga
status
komment
lítil samtöl
fjúkkeddí fjúkkeddí fjúkk
væntanlegar bækur
öræfablús
sprengisandur og fimmvörðuháls
púllímú
gluggaskreytingar
eitthvað yfirnáttúrulegt
fleiri ljóð
já já já
vettlingar
pöddur
ekki tjalda öllu elísabet ókei nei geri það ekki strika út vettlingar og pöddur og hef kannski blómaskreytingu
já þetta verður skreytingarbók
skraut og skrattinn
tökum dísu á þetta.
hamingjutjúttið
Dansað við brimölduna
Uppskrift
Draumur
Tískusýning
Ljóð
Dramasaga
status
komment
lítil samtöl
fjúkkeddí fjúkkeddí fjúkk
væntanlegar bækur
öræfablús
sprengisandur og fimmvörðuháls
púllímú
gluggaskreytingar
eitthvað yfirnáttúrulegt
fleiri ljóð
já já já
vettlingar
pöddur
ekki tjalda öllu elísabet ókei nei geri það ekki strika út vettlingar og pöddur og hef kannski blómaskreytingu
já þetta verður skreytingarbók
skraut og skrattinn
tökum dísu á þetta.
hamingjutjúttið
25 nóvember 2013
mannamál
búin að skrifa
barnabók
ástarofbeldisbók
dauðabók
mýrarljósabók
leikritasafn
barnasögu
og draft af kærleiksbók, hvernig elska skal sjálfa sig,
og ekkert er alveg tilbúið nema leikritasafnið
en held það seljist ekki.
sjálf er ég handalaus með höfuðverk.
barnabók
ástarofbeldisbók
dauðabók
mýrarljósabók
leikritasafn
barnasögu
og draft af kærleiksbók, hvernig elska skal sjálfa sig,
og ekkert er alveg tilbúið nema leikritasafnið
en held það seljist ekki.
sjálf er ég handalaus með höfuðverk.
HRUNIN
ég er hrunin.
eru töfrarnir þá búnir.
töfrarnir hrynja aldrei. hrunin höll er partur af töfrunum. töfrarnir eru alltaf soldið hrundir, töfrarnir láta veruleikann alltaf hrynja soldið.
einsog jólaseriur?
já einsog jólaseríur.
en hvað fleira eru töfrar.
töfrar eru árás, kannski ekki árás, á raunveruleikann, en þeir koma inní hann. smjúga inní hann, upphefja hann, sýna hann í nýju ljósi.
einsog hvað.
einsog kertaljós í kletti.
ok.
einsog heimili sem er einsog safn.
ok.
það vita allir hvað töfrar eru.
en nú þarf að toga raunveruleikann upp.
já annars fæ ég hendurnar ekki aftur. hugurinn er á þeytivindu, stoppar ekki.
þreyta.
já þreyta. það er allt að brotna upp.
hrynja.
leyfðu þér að hrynja.
hvað er þegar höllin er hrunin....
útrétt hönd, teppi.
ég botna ekkert í þessu samtali.
hvíld.
eru töfrarnir þá búnir.
töfrarnir hrynja aldrei. hrunin höll er partur af töfrunum. töfrarnir eru alltaf soldið hrundir, töfrarnir láta veruleikann alltaf hrynja soldið.
einsog jólaseriur?
já einsog jólaseríur.
en hvað fleira eru töfrar.
töfrar eru árás, kannski ekki árás, á raunveruleikann, en þeir koma inní hann. smjúga inní hann, upphefja hann, sýna hann í nýju ljósi.
einsog hvað.
einsog kertaljós í kletti.
ok.
einsog heimili sem er einsog safn.
ok.
það vita allir hvað töfrar eru.
en nú þarf að toga raunveruleikann upp.
já annars fæ ég hendurnar ekki aftur. hugurinn er á þeytivindu, stoppar ekki.
þreyta.
já þreyta. það er allt að brotna upp.
hrynja.
leyfðu þér að hrynja.
hvað er þegar höllin er hrunin....
útrétt hönd, teppi.
ég botna ekkert í þessu samtali.
hvíld.
24 nóvember 2013
innum lúguna
Búin að vera á vondum, kunuglegum stað, að vita ekki hvað ég skuli gefa út, eða hvort ég skuli gera það, þetta verður svo alvarlegt og leiðinlegt, .... jsmm. í staðinn fyrir að finna góða staðinn og láta skilaboðin koma innum lúguna.
03 október 2013
athuga það!
Þegar óttinn fór var það svo stórt skref að það lá beinast við að kalla á hann aftur,.....
*
vélin........
Since my early childhood I have been told that playwriting is the most difficult thing on earth, so always when I think of playwriting I start shivering.
But here in Ireland I have finally heard something thats makes sense when it comes to playwriting, my theacher told me playwriting is not about writing these endless conversation - more about building machine.
But here in Ireland I have finally heard something thats makes sense when it comes to playwriting, my theacher told me playwriting is not about writing these endless conversation - more about building machine.
02 október 2013
skrítin orð
Argantíta, fimbulfambi, gágúm, kakkalakki, titringur, kokhraustur, englahundakofi, útí bláinn, út um hvippinn og hvappinn, buskinn, hangin-lukka,
VINUR MINN LEIÐINN
Leiðinn hefur aldrei brugðist mér, ég get farið til sálfræðings, geðlæknis, á fundi, til útlanda, talað við vini mína, farið í sund, borðað mat, drukkið appelsín, hugsað fjandann ráðalausan, - tilað vinna á ákveðnum málum, - en ekkert af þessu jafnast á við leiðann.
Það er ekki fyrren leiðinn bankar uppá að málið leysist.
*
Það er ekki fyrren leiðinn bankar uppá að málið leysist.
*
28 september 2013
Grænn
Ég sker innanúr avakadó
og kreisti lime yfir,
og borða með teskeið
svo tími ég ekki
að henda því
liturinn er svo grænn.
og kreisti lime yfir,
og borða með teskeið
svo tími ég ekki
að henda því
liturinn er svo grænn.
Var það ég sjálf
Eina helgina sem hann kom ekki
en hann var vanur að koma
en þá fann ég þetta hyldjúpa gap
logandi af sársauka
ég var heima hjá mér
en það var einsog væri annarsstaðar
svo gerðist það aftur
að maður svaraði ekki kommenti
frá mér á feisbúkk
þá fann ég aftur þetta gap
það var ekki eins djúpt
og ekki eins sársaukafullt
en nóg til þess að ég velti fyrir mér
hvaða gap þetta var
hvaða sársaukafulla hyldjúpa gap
var um að ræða?
Var það ég sjálf.
*
en hann var vanur að koma
en þá fann ég þetta hyldjúpa gap
logandi af sársauka
ég var heima hjá mér
en það var einsog væri annarsstaðar
svo gerðist það aftur
að maður svaraði ekki kommenti
frá mér á feisbúkk
þá fann ég aftur þetta gap
það var ekki eins djúpt
og ekki eins sársaukafullt
en nóg til þess að ég velti fyrir mér
hvaða gap þetta var
hvaða sársaukafulla hyldjúpa gap
var um að ræða?
Var það ég sjálf.
*
Allt svo þungt
Ég nenni engu,
ég nenni ekki í Listasafn Kópavogs
eða Kolaportið
eða útí Gróttu,
ég nenni engu,
mig langar burt
eitthvað annað
í eitthvað kunnuglegt í útlöndum.
Eða liggja einhverstaðar á vindsæng
og spyrja: Hvað gerðist.
Því allt er svo þungt.
ég nenni ekki í Listasafn Kópavogs
eða Kolaportið
eða útí Gróttu,
ég nenni engu,
mig langar burt
eitthvað annað
í eitthvað kunnuglegt í útlöndum.
Eða liggja einhverstaðar á vindsæng
og spyrja: Hvað gerðist.
Því allt er svo þungt.
Hugsun mín
Ég er að bíða eftir að það verði bankað,
hvort það verði:
Draslið
Ígulkerið
eða aðrar bækur
kannski verða það teikningar
ég heyri bara ekkert
fyrir hugsun minni.
hvort það verði:
Draslið
Ígulkerið
eða aðrar bækur
kannski verða það teikningar
ég heyri bara ekkert
fyrir hugsun minni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)