15 október 2008

á kaffi hljómalind

mig langar eiginlega bara að vera passa emblu karen og skrifa sögu fyrir ömmubörnin á spáni, svo væri ég líka til í að sjá það skýrt hvað ég eigi að gera, halda sýningu á rauðum hestum, gefa út ísbjarnarpíkuna, bænabók, semja dansinn minn, en ég sit hér á hljómalind og áðan var maður að spila á hreindýrah0rn, og ég er á leiðinni á fund, og vantar nikótíntyggjó, þetta er einhver spurning um að taka ákvörðun, og þá dettur mér í hug örn jónsson nuddari sem sagði alltaf ertu búin að ákveða þetta, -
svo væri ég líka tilí að sjá það skýrt, svo kannski ég labbi laugaveginn og athugi hvort ég sjái þetta skýrt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mig langar að þú haldir sýningu á rauðum hestum, og ætla mér að láta það gerast.
ég vildi að ég væri að gera armbeygjur og einhverjar sjúklegar æfingar til að fá kúlurass...en ég er að borða krema f köku.
Dóttir Arnar Jóns var mér blessun fyrir nokkrum vikum.
Hún er að finna undirrót krabbameins.
Lísbet

Nafnlaus sagði...

thu ert krutt, skrifa betur seinna, netid mitt liggur nidri, eg er a kaffihusi,
thu ert blessun

elisabet