13 janúar 2010

Morgunhrafn og kvöldúlfur

Búin að vera illa haldin af þunglyndi á morgnana, finnst lífið búið, ég sé komin með krabbamein og lífið batni bara ef ég sef aðeins lengur. Á kvöldin get hinsvegar varla farið að sofa fyrir lífskæti og orku, svo margt að gera, hugsa, taka til og lesa. Svo fer ég að skamma mig fyrir þetta, sérstaklega þunglyndið svo ég ætla að hætta því, ég ætla að hætta að skamma mig og bara útbúa hillu eða skáp með málningardóti.

ps. Svo ef einhver vill og kann að staga í ullarsokkana mína er það velkomið. Ég á gott ullarsokkasafn, frá Georgíu, Rússlandi og Trékyllisvík.

*

2 ummæli:

Heiða sagði...

hæ, um, ég linkaði á þig. Má ég það? bestu kveðjur. Heiða

Nafnlaus sagði...

Mikill heiður fyrir mig,

ég kann ekki að línka....uhu

kveðja, Elísabet