23 júní 2012

Halló

Í dag á ég edrúafmæli 19 ár og sjö mánuðir, sólin skín, grái kötturinn okkar mjálmar í grasinu, ég keypti malt og melónu, og datt í hug nýtt leikrit, um reiða konu sem segir: Hann hefur flætt yfir líf mitt og ég er að reisa flóðgarða, en sólin skín og ég sit á tröppunum og ætla passa Lillý í kvöld og var að hugsa hvað það væri gaman ef Embla gistir og við getum búið til litla tjörn, og hvað ef skvísurnar hans Kristjóns kæmu, halló.

Engin ummæli: