21 júní 2012

Tilbúin

Allt í einu fann ég að ég var tilbúin að fara útúr húsinu, að ég var tilbúin, ég hafði verið að láta líða úr mér og passa það, öll þessi ár, eftir að þeir fluttu burtu. Allur þessi tími, þessi góði og göldrótti tími með gleði og sorgum, mat og ekki mat, mamma og ekki mamma, fótbolti og körfubolti og handbolti og glíma og prakkarastrik og sjónvarp og tölvur og stelpur og raddir og fótatak, það er alltí lagi að ég sé ég, ég má alveg taka mér tíma að nú sé þessi tími liðinn og ég geti farið burtu.

Engin ummæli: