25 júní 2012
Jónsmessan
reyndist göldrótt, ég uppgötvaði soldið sem hafði lengi hvílt á mínum huga, það leystist og ég sá hvað var raunverulega á seyði, ....
svo settist ég á rúmið og þá kom soldið gott svar, vonandi er það rétt, ég var dauðsyfjuð þegar ég kom heim frá því að passa Lillý og þá voru fuglarnir ennþá úti og inni var allt dótið á víð og dreif á gólfinu, það var eitthvað svo yndislegt, ég setti það í hattaöskjuna og fór að sofa, tók eina fennegan og eina serókvel, Embla var hér í heimsókn og við fórum í afmæli til Ronna, og löbbuðum alla leiðina, þar á undan fórum við í Nóatún og Apótekið og keyptum afmælisgjöf.
Það var svo gott að fá Emblu aftur í heimsókn, hún hefur ekki komið svo lengi, svo vaknaði ég einsog venjulega með Heklu á heilanum og litla mígreni rúsínu í þriðja auganu og fór alltíeinu að pæla í hvort ég ætti að heimsækja Önnu Siggu á Ísafirði og dansa fimm ryþma dans.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli