21 júní 2012
Hann sá mig minnka
Ella Stína var á snjóþotu og Sjón dró hana gegnum snjóskafla, á eftir þeim var prestur sem hafði verið dæmdur fyrir ofbeldisverk gagnvart konu, hann virtist vera að reyna að ná Ellu Stínu, ef presturinn var fortíðin hvað var Sjón þá, skáldskapurinn? Eða súrrelaisminn, Ella Stína hafði verið á bar og hafði drukkið þar ótæpilega þegar presturinn kom og hótaði að berja hana, Ella Stína flúði út og beint í flasið á Sjón sem var að væflast með snjóþotu og hún hoppaði rakleiðis á snjóþotuna, heim sagði hún, heim á Framnesveg, hann reynir að ná okkur, hver er það spurði Sjón. Ég held það sé barþjónninn, sagði Ella Stína. Barþjónninn? Já barþjónninn. Nú hvernig stendurðu á því, afhverju varst þú á barnum, þú er bara barn, ég er barn á barn...um, sagði Ella Stína, en það var þannig að ég var kona og varð að minnka mig og ég minnkaði mig alveg niðrí Ellu Stínu, ég var með þessu manni uppí sumarbústað af því ég elskaði hann, elskaðir þú mann, þú ert bara barn, já en manstu ekki að ég minnkaði mig, sagði Ella Stína, ég breytti mér í barn, eða konan breyttist í barn, hvar er konan núna, spurði Sjón, hún vill komast heim, hún er svo viðkvæm þessi kona, hún þolir bara að vera hún sjálf þegar hún er heima hjá sér og óhult frá þessum manni,en afhverju er hann að elta hana ef þú ert bara barn, hann sá mig breytast,hann sá mig minnka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli