05 júní 2012
Já, ég byrjaði í sambúð eftir 20 ára hlé og síðan hef ég verið upptekin við að færa hluti til og frá eða býsnast yfir því að hann færi hluti til og frá, það er búið að vera sól í tíu daga svona steikjandi og ég þarf að fara uppá skattstofu og ganga frá virðisaukaskattskýrslu og síðan ætlaði ég að að búa til handrit af Ellu Stínu sögum, ég er auðvitað dauðhrædd við ástsýkina og meðvirknina og afhverju þarf ég alltaf að vera hrædd, þetta hefur verið dásamlegt hús, er ég að geðjast honum með því að vera hrædd.... eða reið. Ég veit ekki hvort ég get alltaf verið að pæla í hlutunum, það gerir mig geðveika enda fór ég inná geðdeild í fimm daga,....með geimveru sem ég fékk lánaða hjá litlu frænku minni og horfði á sjónvarpið og varð sæt af því og er núna að hugsa um að kaupa mér Barbídúkku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli