06 júní 2012

rifrildi, norðanátt og sættir

ég reifst við manninn minn, hann sagði ég væri hrædd, og afhverju ég væri reið, ég sagðist vera hrædd hrædd við að hverfa og mást út í sambandinu og detta inní ástsýki, en svo er komin norðanátt og trén sveiflast í vindinum og áðan sýndist mér trilla í vandræðum. maðurinn minn er að bólstra stólana, ég lagði mig, það er sigur, mér finnst ég alltaf þurfa að vera gera eitthvað, og það er að koma nýtt barnabarn.

Engin ummæli: