15 júní 2012
sól úti
það er sól úti og ég er eftir mig óendanlega þreytt og með þursabit því ég þoli ekki ástina eða hvað er það sem ég þoli ekki þessa endalausu spennu og svo er ég alltaf í stríði við sjálfa mig. Hér kemur stríðið.
ég. afhverju ertu í stríði.
ella stína. ég vil ekki verða stór.
ég. afhverju ekki.
ella stína. þá teygist úr mér og ég stækka og það er sárt.
ég. en það er sárt að vera alltaf svona lítill.
ella stína. þá verð ég að kveikja á kerti ef ég stækka.
ég. og er það ekki fínt.
ella stína. fínt.
ég. já kveikjum á kerti og stækkum pínulítið.
ella stína. hvað er að stækka.
ég. viðurkenna hvernig manni líður.
ella stína. ég viðurkenni aldrei neitt.
ég. þá verðurðu eftir.
ella stína. ég vil vera eftir.
ég. en þá geturðu dáið, frosið í hel.
ella stína. það er gott.
ég. kveikjum á kerti handa frostinu.
ella stína. bara pínulitla stund.
ég. já. pínulitla stund.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli