23 júlí 2007

14 ár og níu mánuðir

Mér skilst bloggið mitt sé svo fullkomið að það sé ekki hægt að kommenta. Ég ætti kannski að kommenta sjálf. Ha ha ha. Annars var ég í þunglyndi í dag, svo lét ég einsog vitleysingur og mæli með því að láta einsog vitleysingur, svo fór ég í sund og læknaðist af þunglyndinu.

*

Á edrúafmæli í dag: 14 ár og níu mánuðir.



*

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

14 ár og níu mánuðir vá!!!!!!!!!!! HÚRRA HÚRRA fyrir þér. Til hamingju með það elsku vinkona.
Kkv.
Þóra.

Ps. ég reyni alltaf a.m.k. einu sinni á dag að láta eins og vitleysingur, það hjálpar mikið... :) :) :)

Elísabet sagði...

já, ég var næstum búin að gleyma þessu, ég er að sjóða egg, en þegar hitabeltisskúrinn kom fór ég og dansaði einn hring útá tröppum,

elska svona rigningu.

knús, ekj

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Hún lengi dansi, Húrra húrra húrra
segi ég líka í einum kór.
Í hitabeltisskúr dansar maður best í baðfötum.
eintreður stebbi trúður tví...
knúsrús!
frá KB

Elísabet sagði...

takk, ég held varla augunum opnum, er að flóa mjólk með hunangi, svo hrædd við aðra andvökunótt,

englar og knús, ekj

Elísabet sagði...

englarnir gæti ykkar,

hunangsbarnið