22 júlí 2007

Bókasafn Elísabetar

Ég labbaði í huganum útí Flatey og staðnæmdist mér til mikillar undrunar hjá bókasafninu og svo heyrði í fuglum. Ég nenni ekki lengur neinu veseni. En ég bjóst við að finna nýju bókina mína á bókasafninu í Flatey, stendur yst í götunni, pínulítið hús, örugglega eitt minnsta bókasafn á landinu, en ég fann hana ekki og það var alltílagi. Ég settist fyrir utan og hlustaði á fuglana og horfði á sjóinn. Ég les aldrei bækur en ég elska bækur og bókasöfn. Ég hef komið í bókasafn í Ungverjaland sem var einsog klaustur, heilagur staður, bækur eru erótískar í eðli sínu, leyndardómsfullar, lokaðar, það verður að opna þær, fletta blaðsíðunum, nota fingurgómana viðkvæmustu staði líkamans, lesa orðin sem snerta við einhverju í sál manns.

*

Ég ætla prófa fara aðra ferð og vita hvort ég finn bókina sem ég er að skrifa.

2 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Góða ferð! vona þú fáir fínt í sjóinn, þín KB

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gott í sjóinn í hausnum á mér nema þegar ég hugsa um karlmenn whats his name again þá gerir brjálað veður, þrumur og eldingar, mannskaðaveður, whats his name again, ég veit ekki útaf hverju þetta er, sennilega eitthvað úr fyrri lífum, whats his name again.

ekj