05 júlí 2007

Lífið er dásamlegt

Lífið er svo dásamlegt að ég er næstum með tár í augunum. Og allur júlígróðurinn. Kristjón er kominn til landsins, Kristjón elsti sonur minn algjör snillingur og yndisleg manneskja, og svo SKEMMTILEGUR. Hann kíkir kannski við á morgun to his great mama. Svo hefur hann gefið mér fjóra villinga í ömmugjöf. Prinsessuvillinga. Sem gera vonandi hann og Helgu gráhærð!!! Ég er búin að vera vinna í allt kvöld í sögunni minni í kjólnum! Og Jökull og Kristín eitt fremsta kærustupar heims kíkti við á bílnum og ég bauð þeim að horfa á videó en þau þáðu það ekki, þau eru fólk sem kíkir við óvænt með pizzu nema þegar þau eru boðin í læri. Yndisleg. Garpur og Ingunn krútt Kópavogs eru heima hjá sér. Stundum þykir mér svo vænt um fólkið mitt að ég fæ næstum verki eða svona góða verki, ástarverki. Til hamingju Elísabet. Þú ert Ísland. Ég horfði hinsvegar á Blóðdemanta í fyrradag. Hún var svakaleg. Og hver lék aðalhlutverkið:

Leonardo Di Caprio. Minn draumamaður og hann var ótrúlega góður, ég gat fundið þessa tension í honum allaleið frá Afríku og í sófann.

Það eru sérstakar kveðjur til mömmu hér af blogginu, móðir mín er snjallasta og fegursta kona heims, fyrir utan að hún hefur lykla að mörgum heimum. Á einum stendur Ella Stína. Hún þekkir mig einsog enginn annar þekkir mig. Ég sendi henni lagið Green green grass at home.

Mamma mín er göldrótt, trygglynd, skemmtileg, brjálæðislega skemmtileg, vitur, sæt, hugsjónamanneskja, skáld, mjúk, töffari, hefur áhuga á börnunum sínum og er alltaf að pæla í hvernig manneskjur þau eru, kynþokkafull (þetta sögðu þau í Arabaferðunum) viðkvæm, fyndin, sniðug, gáfuð, rosalega gáfuð, trúuð, vill að allir komi til hennar af því hún er ættmóðirin en kemur samt oft með vínarbrauð á tröppurnar, hefur ríka réttlætiskennd, þolir ekkert kjaftæði, kemur í galdraheimsóknir og þá verður allt í lagi, spyr: Hvernig hefurðu það? (Og meinar þunglyndið mitt svo hún spyr ekkert mjög oft)

Þegar ég átti erfitt var mamma alltaf að gefa mér verndargripi og biðja fyrir mér við Grátmúrinn. Ég uppgötvaði mörgum árum seinna undir Heklurótum að þetta hafði allt sín áhrif og að ég þarf vernd. Vernd.

Þetta var soldið um mömmu, svo kemur meira um mömmu af því mamma þolir ekki mikið hrós. Þótt það hafi verið hún sem bjó til Arabalöndin og Þúsund og eina nótt, það sá ég með eigin augum þegar ég fór þangað.

Ég starði hugfangin og töfrana og sagði svo; Maaaaaammmmmmmmmmaaaa.

Mamma elskar pabba ennþá.


Mamma, ég elska þig.


*

Og hvar er Máni og Rottweilerhundarnir hans. :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað um mig?? Ætlaru ekkert að tala um mig???!!!!! ;-)

Nafnlaus sagði...

Hver ert þú fallega dásamlega viðkvæma vera sem þarfnast ástar og hlýju í þessum heimi. EKJ