05 júlí 2007

Elísabet keypti kjól

Ég keypti ekki bara einn kjól, heldur tvo og pils. Ég hef ekki átt pils í trilljón ár og ekki þolað pils, en svo alltíeinu kom einhver pils-hugmynd og þegar ég fór í eina búð á Laugaveginum áðan þá kallaði eitt silkimjúkt fiðrildapils hvítt til mín og það var nú ekki á því verði sem ég hafði ætlað að kaupa, en ég varð að kaupa það og gerði skoðanakönnun í búðinni og það hættu allir að versla því þær urðu að fara taka þátt í mínu lífi. Það er líka mjög gott að koma við það ef einhver er skotinn í mér. Ég elska hendur, ekki hverjar sem er, en hendur.

Svo keypti ég kjól sem sýnir form hinnar þroskuðu konu en ekki 14 ára ofurfyrirsætu af tískupöllum heimsins, og þegar ég kom niðrí Rokk og rósir og fann annan kjól sem æpti á mig af slánni, spurði ég: Er þessi ekki of stelpulegur, ha, við eigum allar að vera stelpur eitthvað. Þá sagði kona í búðinni: Þú ert nú alltaf svo stelpuleg. Og ég bráðnaði oní gólfið: Taaaaaaaaaaaaaaakkkkkk.

Annar kjóllinn er semsagt eiturgrænn með glimmer og hinn blár með örlitum skútum. Ég er æði. Og ætti kannski að vera skotin í einhverjum eða kannski er ég það fyrst ég fór alltíeinu að kaupa kjóla.

1 ummæli:

Elísabet sagði...

Elísabet mín, ég ætla bara segja þér að þú ert stórkostleg í þessum kjól, þetta ert alveg ný þú.

Jökull og Kristín komu einmitt hérna áðan, algerlega sammála.

Keep on loving yourself and dancing.