06 júlí 2007

Skriftastóll Ellu Stínu

Írar fundu upp skriftastólinn. Ég hef lifað lífi mínu í skriftastól, alltaf dauðhrædd um að enginn sé að hlusta á mig. Alltaf jafn hrædd um að syndir mínar séu svo útþynntar að enginn hafi áhuga. Að ég geti ekki komið orðunum frá mér. Nú eða þá bara setið og hugsað. Beðið eftir því að einhver fyrir utan myndi segja eitthvað. En það hefur aldrei neinn sagt neitt. Í mesta lagi að einhver hefur byrst sig og sagt: Ertu að hlusta.

Engin ummæli: