10 júlí 2007

Sól. Sól. Sól.

Ég svaf í tíu tíma og dreymdi heila hrúgu af litlum draumum. Er búin að setja í þvottavélina. Kannski á ég bara frí í dag, vann alla helgina. Elísabet sæta. Og hvítu blómin, ég tók blóm í fóstur fyrir 19 árum frá Kolbrá litlusystur, og 19 árum seinna báru þau blóm, lítinn blómvönd, svona brúðarvönd, stjörnubrúðarvönd eða brúðarstjörnuvönd. Af því annar afi minn var prestur er ég ótrúlega trúuð og sé hin trúarlegu element allstaðar, einsog ég nei hér lendi ég í ógöngum. Þetta er eitthvað um að himinninn giftist jörðinni.

Sennilega efni í heila Biblíu.

En Kolbrá hún hefur skellihlátur og er einn besti lesandi sem ég veit um. Að vera lesandi jafngildir því að vera höfundur. Hún er líka sæt, með ljósa lokka, með rauðleitum blæ og dreymandi stríðnisleg augu, hún er svona mögnuð, um hana má lesa á hinni síðunni minni: Galdrabók Ellu Stínu - og pressa þá á linkinn fjölskyldan. En Kolbrá er jarðbundið krútt, hún er yngst í fjölskyldunni og nýtur því ýmissa forréttinda einsog að geta sagt hinum til syndanna, einsog mér þegar hún kom með nýjar hugmyndir um bloggið mitt. Meira um það síðar, leyndó peyndó.

En það magnast upp gleðiorka við þetta.

Best að koma sér útí sólina. Ég er í pilsi. Fiðrildapilsi.

4 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Hæ fiðrildapils, til hamingju með daginn svona fullan af draumum!

Nafnlaus sagði...

takk fröken lyng og svo ég að fara á bikarleikinn hjá syni mínum Jökli fótboltakappanum snjalla.

annars að kaupa sófa mweð mömmu í dag og sá einn fallegan mann, og reyndar bara einn fallegan sófa.

spurning hvort fallegi maðurinn passi í sófann.

knús knús, ekj

Katrín sagði...

Hefurðu tekið eftir gleðinni?

Hún er ansi sniðug, seiðmögnuð ... ;)

K8

Elísabet sagði...

Já, gleðin situr á öxlunum á mér einsog malandi köttur,

ef það er ekki gleði þá er ekkert að marka þetta,

gleðin er ein magnaðasta tilfinning, hún opnar inní svo margar aðrar tilfinningar,

gleðitrú ....