15 júlí 2007

Pínulítið um frið

Friður er tildæmis þegar ég ligg í sófanum og þótt gólfið sé óryksugað er það allt í lagi. Friður er þegar hlutirnir mega vera einsog þeir eru og ég þarf ekki að byrja stríð í höfðinu á mér þótt þeir séu einsog þeir eru.

Töfradrottningin sagði ég hefði svo mikla ró í mér. Þú hefur svo mikla ró, sagði hún. Þessi mikla ró breytist stundum í vélbyssuskothríð á lyklaborðinu en það er áfram ró, fullkomin leiðslukennd glaðvakandi ró.


*

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei, ekki vélbyssuskothríð, heldur léttan leikandi takt. Með þögnum og allt,Elísabet