06 júlí 2007

Sund og afmæli

Ég var að koma úr sundi og þegar ég gat hætt að hugsa eftir tuttugu ferðir náði ég stórkostlega erótískum hæðum í vatninu, einsog við vatnið værum eitt, bylgjurnar, birtan, nautnin, gleðin. Tíu frjálsar, munúðarfullar gleðiferðir. Og nú er það bara egg og sardínur.


*

Elísabet Ronaldsdóttir á afmæli í dag. Hún lengi lifi. Húrra. Elísabet er svo fögur og fyndin, snillingur í að segja eitthvað óvænt og er VINUR MINN.

7 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Elsku Elísabet blóm, til hamingju með Elísabetu sem á afmæli á fyrsta brúðkaupsdeginum mínum ... og til hamingju líka með vattnið og þig. Ég sé ykkur fyrir mér. Kitlandi.

Kristín Bjarnadóttir sagði...

ég skrifa vattnið með tveim téum og þau ættu að vera miklu fleiri útaf að hér rignir svo mikið að fólk er farið að drukkna.

Elísabet sagði...

eeeeeeeeeeellsku kristín, úff vertu heima og passaðu þig á öllu þessu vatni, ég ætlaði fara spyrjast fyrir um þig, er á kafi í sögunni minni og þykir vænt um þig og takk fyrir kommentin þín og ég elska þig.

þín að eilífu elísabet

Kristín Bjarnadóttir sagði...

lofa að passa mig fer ekki fet! búin að blogga sjálf loksins, smá minnisatriði um mínar miðsumarferðir. Veistu að þú ert stundum að skrifa perlur hér? svo undarlegar að maður tímir ekki að snerta ...
ástarkveðja og gangi þer vel með söguna

Elísabet sagði...

takk fyrir svona guðdómlegt perlukomment. takk skvísa sæta sæta.

Nafnlaus sagði...

Elísabet! Takk, tikk, takk.
Ég elska þig líka.

luv, ER

Nafnlaus sagði...

búmm búmm tikk takk það væri gaman að skrifa sögu sem væri bara svona trommusláttur og flaututónar inná milli og lesa hana upp í míkrófón.

ekj