15 júlí 2007

Hún tekur eftir sóleyjum í þúfunum og gleyméreiunum sem eru með töframátt og geta límst við mann, svona ofurfíngerðar og gleym mér ei. Og fífunum í móunum sem afi hennar sýndi henni, margar saman í hálfgerðri mýri og hún elskar mýrina og labba berfætt og láta mýrina klístrast milli tánna á sér og stundum koma verulegar hættur, mýrarpollarnir, með rauðum lit úr jörðinni, svo eru fíflarnir, sem verður að tína og búa til vönd úr og knipsa blóminu af, og prófa að sjúga mjólkina úr og hún er svo römm en samt fíflamjólk, og skreyta drullukökur með fíflum og sóleyjum og afi hennar segir henni frá störinni sem fólk tíndi í gamla daga tilað setja góða lykt í fötin.

Engin ummæli: