18 júlí 2007

Góða ferð Kristjón

Það er svo erfitt þegar Kristjón fer, nú var hann að fara til Spánar þarsem hann býr, ég vil hafa hann hjá mér, ekki hjá mér, af því hann er sonur minn og 32 ára en einhverstaðar þar sem ég veit af honum og get knúsað hann og heyrt röddina í honum og það er svo gaman að tala við hann og ég var heillengi að tala við dætur hans, barnabörnin í símanum í kvöld og þetta er svo yndsilegt fólk og ég elska þau svo mikið að ég fæ kökk í hálsinn og fer að skæla. Góða ferð Kristjón, ég elska þig.

Og alltaf þegar ég hitti hann verð ég mamma hans Kristjóns og það er alveg sérstakt einsog það er sérstakt að vera mamma hans Garps og mamma hans Jökuls, ég á svo mikinn fjársjóð í lífinu að ég er að hugsa um að fara sofa.

Og ef einhver heldur að ég viti ekki að þetta fólk sé orðið stórt er það ekki svoleiðis en það leitar alltaf meira og meira á mig að skrifa bók um hvernig er að vera mamma, the terrible mother, the sick mother, the elisabet mother, eða einsog Garpur sagði við mig einu sinni:

Mamma, takk fyrir að gera líf mitt að ævintýri.


*

Nú er ég alveg hágrátandi. Það er líka útaf því að Kristjón fór alltaf í burtu, hann fór til Bolungarvíkur og nú fer hann til Spánar og ég er einsog gamla kellingin í leikritinu hans pabba: Ég þoli ekki þegar fólk fer. Flight þetta og hitt. En svo þoli ég það alveg, þetta er lífið og ég þekki það, svo koma bara þessi móment, mmóment sem virka einsog hyldýpi í tímanum eða sem hnýta allt saman.

Engin ummæli: