27 júlí 2007

Barnabörnin

Barnabörnin, ömmutvíburastelpurnar mínar, eru búnar að rústa lífi mínu, það stendur ekki steinn yfir steini, og það á einum degi.

Það getur þó hugsast að líf mitt hafi verið rúst, og þær hafi komið því aftur á réttan kjöl.


Maður veit ekki alltaf hvað snýr upp og niður.

*

En þetta er einsog í þráhyggjunni, í þráhyggjunni er allt á sínum stað og það má ekki hreyfa neitt einsog á Þjóðminjasafninu. Þráhyggjan kemur af því eitthvað er bælt. Trúið þið á bælinguna. Mátt bælingarinnar. Það er sem er bælt leitar út. Já já. En það getur semsagt verið að líf mitt hafi verið ein þráhyggja, - eitthvað hafi verið bælt semsagt - og nú hafi ömmubörnin rústað því, rústað þráhyggjunni, lífi mínu, þarsem allt var á sínum stað.

En það eru komin blóm í öll glös í húsinu, baldursbrár sem þær hafa tínt.

4 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Elsku frú Flores,
ég trúi bæði á bælingu og blóm.

Til hamingju með baldursbrárnar og innsæið. Gangi þér vel með öll blómin og börnin ... knús frá KB

Nafnlaus sagði...

Þér trúið þá eftilvill á þráhyggjuna, því það geri ég, þráhyggjan er minn helsti guð, virkilega athyglisverð trúarbrögð, alvöru trúarbrögð þarsem fórnin og

endurtekingin skipar sinn sess.

hin bælda elísabet í þráhyggjustuði

Nafnlaus sagði...

þráhyggjan fyllir uppí öll göt heimsins, svo það er engin pláss fyrir losun eða taka nokkuð inn,

einusinni var ég á móti þráhyggju en þeir dagar eru taldir, ég er yfirmig hrifinn af þráhyggjunni og kann að meta hana,

maður þarf ekki að hugsa neitt annað, ef eitthvað jafnast á við þráhyggju, þá er það

yfirtakan,

þegar eitthvað yfirtekur líf manns.

ekj

Nafnlaus sagði...

karlmenn yfirtaka líf mitt, eina sem ruglar mig er að hann, því þetta er sami maðurinn, heitir mismunandi nöfnum.

ég held því að ég sé stödd í leynilögreglusögu,

og mér sé ætlað leysa ógurlega gátu.