18 júní 2008
17. júní í Flatey
Ég var fjallkonan útí Flatey í gær, og útnefndi líka fjallbarnið, síðan héldum við ræðu og Blátt lítið blóm eitt er spilað á eftir, þetta var á bryggjunni í Flatey þarsem dásamleg lítil skrúðganga hlykkjaðist úr þorpinu eftir veginum niðrá bryggju. Barðar voru bumbur, látið klingja, spilað á gítar, blöðrur og fánar, allir í hátíðaskapi, líka sjórinn og fiskarnir og sérstaklega fuglarnir. Sólin skein og hey hó jibbí jey. Ræðan var um hvað er að vera sjálfstæður og að við værum úr sama efni og jörðin og ef einhver gerði jörðinni eitthvað þá fyndum við til. Fjallkonan fékk varalit tilað varalita sig áðuren fattaði það og gerði það á eftir. En þá fór hún líka í róður og það gaf svoleiðis á bátinn. Fjallkonan var í björgunarvesti, og þegar við komum aftur að landi var Fjallbarnið í fjörunni og sagði við skipstjórann: Ertu búinn að setja Fjallkonuna í vesti!!! Og var heldur misboðið. En fjallkonan klæddi sig úr sokkum og skóm og fór að vaða í Grýluvoginum. Nammi, namm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli