22 júní 2008

Yndislegt líf

Þetta er svo yndislegt líf, sól og sjór, allt blátt og gult og skínandi, glitrandi, nóttin svo undrafögur. Og ljúf. Mamma kom í mat í gær og við borðuðum bóg, BÓG já. Og enn skín sólin, horfðum á fótbolta, mamma hélt með rússum og ég hollindingum. Svo kom Embla Karen til landsins í gær, hún hafði STÆKKAÐ, já heldur betur einsog faðir hennar segir, þau voru svo brún og sæt, og gaman að ná í þau til Keflavíkur, það er svo yndislegt að eiga svona fólk, takk, og hvenær kemur Mánabarnið í heimsókn, bráðum. Og ég er að fara á fund, labba útí góða veðrið, lá í smá þunglyndi en svo gerðist svoldið skrítið, já, en nú hringir síminn: Fyrirgefðu, ég er að reyna að ná í aðra konu. Ég er önnur kona. Er það önnur kona. Já, það er önnur kona. Annars sá ég soldið sætan mann í gær sem keyrði mig á KRvöllinn eftir að ég hafði verið að lesa uppá Lækjartorgi, ég meina ég er snillingur, ég fékk vitrun rétt fyrir upplesturinn að lesa einsog vélbyssa og það var frábært því það varð gjörningur í leiðinni. I am the best. Það stóð líka í skýrslunni.

2 ummæli:

Hringbrautin sagði...

Ég er viss um að ég get fengið Mánabarnið til þín daginn sem Garpurinn leggur á sig heimsókn til mín með stærri Emblu...

Kannski ættum við bara að halda ömmukaffi þar sem allskonar ömmubörn geta safnast saman og dáðs af ömmum sínum!?

Nafnlaus sagði...

Elísabetarömmurnar eru ósigrandi...

ekj