27 júní 2008

Sveiflur I

Fyrsta sem mér dettur í hug um sveiflur er þegar ég var á leiðinni í maníu árið 1997 og tvíburarnir fóru til pabba síns sem að vísu bjó í næstu götu. Vinur hans hafði "klagað" mig og sagt ég væri á leiðinni í maníu. Ég hafði aldrei heyrt annað eins rugl, ég var að verða ég sjálf, loksins. En ég sat í stignum þegar Garpur og Jökull komu heim með lítinn miða og sögðu: Sjáðu, pabbi teiknaði þetta upp fyrir okkur, þú hefur stærri sveiflur en venjulegt fólk, venjulegt fólk hefur svona sveiflur en þú hefur svona sveiflur. Svo bentu þeir á teikningu af þessum tveimur mismunandi sveiflum sem pabbi þeirra hafði teiknað fyrir þá. Mínar sveiflur voru einsog úthafsöldur, sveiflur annarra voru einsog haf í svefni.

Mér fannst þetta mjög skrítið, ég hugsaði tvennt: Pabbi þeirra var greinilega á móti mér og var að spilla á milli mín og tvíburanna, hann vissi ekkert um mig og mínar sveiflur, við höfðum verið skilin í mörg ár, en á hinn bóginn var ég soldið fegin að hann skyldi taka þetta að sér að útskýra þetta fyrir þeim.

Ég hafði heldur ekki hugsað þetta sem sveiflur, en þarna sá ég sveiflurnar, já þetta voru bara sveiflur, sveiflur sem geta orðið stórhættulegar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. vintage wedding dresses!?! Louboutin Shoes Christian Louboutin Shoes New