23 júní 2008

Engillinn Ella Stína

Grosso er ítalskur, ég fór í sund í dag, með Vilborgu, Vilborg er undur hér á jörð, algjört eintak útaf fyrir sig, allt sem hún segir og gerir og hugsar er Vilborg. Það er sól og sól og sól og ég er að horfa á barnaefnið. Og bíða eftir ungri konu sem ég er að leiða gegnum sporin, hugsa sér hvað ég er heppin, en hvað á ég að fara skrifa, ég er bíða eftir hugljómuninni, hún er reyndar komin, en mig vantar kraftinn. En hann lætur bíða eftir sér af ákveðnum ástæðum, allt er í hendi guðs.

Engin ummæli: