Ég hef tekið eftir því að það eru svona færsluflokkar á moggablogginu svo ég er hér með smá skoðanakönnun um hvað lesendur vilja fá bloggað um:
1. Ellu Stínu
2. Sálina
3. Karlmenn
4. Fótbolta
5. Fegurðina í lífinu
6. Hafið
7. Ísbirni
8. Batann
9. Kærleikann
10. Eldfjöll við þjóðveginn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Lesendur eru þakklátir að fá allt sem frá þér kemur, kæra Elísabet.
Verð að nota tækifærið og þakka snilldargrein í Mogganum um daginn þar sem þú tókst Árna Johnsen í bakaríið!
Kær kveðja,
Valgerður Ben
nei hæ elsku Valgerður, takk fyrir það, og gaman að heyra í þér, það var svo gaman að hitta þig um daginn,
jónmessuknús, þín Elísabet
hmmmm...hvað á ég að velja, það er erfitt....
Það er nefninlega ekki í boði að veja "Allt hitt sem þér dettur í hug"
ég dásama "einu sinni var kona" ffærslur, og líka þessar sem ég túlka pólitískt og svo þessar anlegu sem ég tek að sjálfsögðu til mín sem skilaboðum að handan....
og svo þessar um Garp og Jökul, þær eru flottar.
og allar þar sem húsið kemur fyrir í.....
og líka þessar klikkkuðu, sem ég er viss um að enginn skilur eins vel og ég.
þessar sem hafa perralegt ívaf heilla mig í laumi...en ég myndi auðviað aldrei viðurkenna það á netinu, ó mæ!
kv
Lísbet
Lísbet, ég fæ nú bara aftur trú á lífið/bloggið við þessa færslu frá þér, ég var að hugsa um að leggjast í sófann og liggja þar til eilífðar, en nú er jónsmessunótt í uppsiglingu og mér finnst ég endilega þurfa gera eitthvað en kannski þarf ég bara að blogga.
þetta er mjög merkileg greining hjá þér,
ást og knús, þín elísabet
og bara takk báðar Valgerður og Lísbet
Skrifa ummæli