Ég var að horfa á fótbolta og ég er búin að skrifa niður nokkrar setningar sem gætu orðið til þess að ég fái að lýsa leik... en það hefur verið minn helsti draumur um árabil. (Ég verð að segja að Snorri Steinn ber af leiklýsingum) En hér koma setningar Ellu Stínu....
....fótbolti er ekki alltaf sanngjarn... það vantar einhvern á fjærstöngina... þeir eru bara að klára þetta... hann er að dæma víti.... ég vil meina hann sé rangstæður... hér hleður hann í skot... ágætt skot þarna... fín tilraun þarna... það er allt galopið... ÞARNA VANTAR EINHVERN... Þeir eru bara miklu ákveðnari... þetta hlýtur að enda með marki.... hann skallar frá... hann togar í hann... þetta er gult spjald... þetta er skot... þeir hafa ekki skapað neitt... ÞETTA ER AUKASPYRNA Á HÆTTULEGUM STAÐ... Þeir hreinsa burtu.... þeir eru bara mikið betri... það er enginn tilað taka við þessari sendingu... þeir reyna að halda boltanum... HVAÐ VERÐUR ÚR ÞESSU? ... Markmaðurinn nær boltanum.... dómarinn er búinn að flauta... þeir eru bara mikið betri...
Hér lýsti Ella Stína fótboltaleik og þetta er líka lýsingin fyrir leikinn á morgun og hinn og hinn og hinn. Ella Stína er snillingur og goðumlíkt ofurmenni, fífill í móanum. Það er líka hægt að taka þessa leiklýsingu og fara með einsog nútímaljóð...segiði svo að nútímaljóð séu ekki vinsæl.
Ellu Stínu í landsliðið!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli