12 júní 2008
Kvíði
Þetta er nottla bara kvíði að halda maður sé að verða bráðkvaddur, og afhverju ætti ég að hafa kvíða, kannski útaf þessum endalausu peningamálum, eða kannski vegna framleiðslu á kvíða, eða er kvíðinn kvíðastillandi fyrir þunglyndið, það var svo yndislegt í Töfragarðinum og mig vantar nýjan síma, ég verð að vera í sambandi við fólk, annars líður mér mjög vel, ég er virkilega búin að njóta þess að sofa síðan ég hætti í skólanum, hugsa loftbóluhugsanir, (það eru sona hugsanir sem fljóta uppá yfirborðið) hugsa um hverjum ég ætti að giftast (það er af því ég er með giftingarfíkn) og ég er farin að fara í sund og taka til útum alla íbúð, já svona litlar breytingar hér og þar, og þeir segja í Evrópumótinu að þessi þarna fótboltamaður og hinn séu snillingar af því þeir gera eitthvað óvænt, svo ég hlýt að vera annaðhvort snillingur eða fótboltamaður. Blómið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli