“Maður hittir víða menn sem eru fullir af skemmtilegu spakvitríngaslúðri og aðra sem kunna furðulegar sögur. Það er í íslendingnum ákveðið dramatískt ris, sem á í senn rætur sínar í hinu hrikalega landi hans og fáranlegu lífsbaráttu. Í örlögum hins smæsta manns er ævinlega eitthvað stórbrotið og yfirdímensjónerað; maður sem er svo lítill bógur að enginn tekur eftir honum, getur hæglega verið sifji einhverra gífurlegra náttúrukrafta og voða, uppalinn í samfélagi við ótrúlegustu hörmúngar. Þessvegna er þjóðlífið líka ótæmandi skáldskaparefni hvar sem maður grípur niður, lífið alstaðar jafn stórfeinglegt, sögulegt og frámunalegt.
Ömurlegar sögur sem gánga yfir öll skynsamleg takmörk eru algeingar, sömuleiðis sögur sem nálgast geðveiki.”
Halldór Kiljan Laxness
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli