23 júní 2008
Elísabet á Þingvöllum
Í dag er Jónsmessa, einu sinni fór ég uppá Arnarfell á Þingvöllum með Þuru vinkonu minni og við gistum þar og vöknuðum í útsýninu eftir úrhellisrigningu sem gerði þá um nóttina, ég er svo frumleg að ég gat ekki verið að velta mér uppúr dögg einsog allir aðrir, svo einu sinni fór ég í brúðkaup á Þingvöllum og hugðist gista úti um nóttina í mínum eðalfína svefnpoka, þá kom maður og vildi komast ofaní pokann minn. Sætt. Nóttin sú var bleik og fjólublá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli