26 júní 2008

Staðan í lok júní

Ég á ekki fyrir mat, dömubindum eða strætómiðum, og það verið að undirrita viljayfirlýsingu um álver á Bakka, virkjanir í Þjórsá, ég var hér á undan stóriðjunni og hafði það fínt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ótrúlegt einmitt þetta með typpin...
ég saknaði þeirra.

Álfabikarinn er lausnin, bæði flott nafn og maður þarf aldrei að eiga það á hættu að einhver vúdúari gramsi í ruslinu manns til að ná í tíðablóð- ó mæ dog!

Staðan í lok júlí:
ég veit aldrei að kvöldi hver það er sem vaknar að morgni...ég hafði betri stjórn á þessu áður.
Ég segi, virkjanirnar eru að gera þetta...
Ég mótmæli á fullu inn í mér, en veit samt ekki alltaf hvort ég geri það utaná eða ekki.
þyrfti að hafa spegil hengdann á ennið öllum stundum til þess að komast að því hvort varirnar séu í alvörunni að hreyfast.

er y í hreyifing?
kv
Lísbet- sem sveiflast í alvöru...eða er það samt í alvöru?
hvernig veit ég hvort þetta sé í alvöru?

Nafnlaus sagði...

utaná eða innaní er sama, segir vinkona mín Kristín, og frelsið er lokað og læst, segir Friðgeir vinur minn,

það ert alltaf þú sem vaknar að morgni, þú getur treyst því. Fullkomlega.

Hitt væri sniðugur skáldskapur.

En sveiflur eru slítandi og maður verður þreyttur, missir sjálfstraustið, missir úthaldið, missir skilninginn á sjálfum sér,

þú ert hugrekkisbolti,

og þú ert hörkupenni, en ég ætla blogga sérstaklega um sveiflur handa þér þegar ég hef sveiflað mér útí þvottahús.

Já, Lísbet, það er yfsilon í hreyfing, hvað er ég oft búin að segja þér það ha ha ha.

og þegar ég er orðin yngri ætla ég að vera einsog þú, einmitt, þú sagðist vilja vera einsog ég þegar þú verður eldri SVO ÞAÐ PASSAR.

knús í þitt hjartahús, þín Elísabet