BJÖRN BRÓÐIR
Til Íslands skal halda,
í leit að birni bróður,
löng leið, yfir hafið kalda,
erfitt sund, þreyttur og móður,
í vonlausri leit,
tálsýn hann eltir,
sér bæi og sveit,
æðaregg hann meltir,
vonlaus hann gengur,
úr honum fer allur kraftur,
hann trúir ekki lengur,
að þeir hittist aftur,
þá heyrist í skoti
hann verður smeykur,
og hleypur til sjávar
honum er illt, orðinn veikur,
hann fellur niður,
allt verður svart,
loks verður friður,
loks sér hann sinn bróður
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli