Þegar hingað þvælist ísbjörn norðan úr höfum sumardag í júní er það ævintýri líkast, speglar ævintýrið sem við erum alltaf að vonast eftir, óvænt og skringilegt, rómantískt. Og svo er ísbjörninn skotinn. Það er einsog að skjóta ævintýrið. Það er kannski þetta sem gefur lífi okkar gildi, einn dagur er frábrugðinn öðrum, einn daginn gerist það óvænta og bregður lit yfir alla hina dagana.
Ísbjörninn fékk okkur öll tilað gapa af undrun, ísbjörninn kom ímyndunaraflinu af stað, ísbjörninn kom söguvélinni í gang, ísbjörninn minnti okkur á hvar við erum staðsett, ísbjörninn vakti okkur öll og svo er hann skotinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já þetta er hrikalega táknrænt og passar vel í þetta leikhús fáránleikans sem við búum í.
þegar ég heimsótti kastala drakúla greifa þá sá ég þar bjarndýrsskinn á gólfi og höfðu hefðarmeyjar saumað blúndur á skinnið. ég tók auðvitað mynd af þessari táknrænu tilrauna að temja villidýrið á gólfinu... best væri ef slíkt hið sama væri gert við Ísidór og þeir sem kjötið vilja éta ættu að gera það, enda eitraðasta kjöt í heimi: verði þeim að góðu! EN ævintýrinu fá þeir ekki slátrað... því það slær í hjarta þér... því þú ert með svo stórt hjarta að það rúmar bæði ævintýr sem enda vel og illa:)
takk, ég finn það núna, ævintýrahjarta.
Skrifa ummæli