08 mars 2011

Ástin, tíminn og dauðinn

Ég er svo hrædd um að þú deyir
og að við höfum ekki nógan tíma
en ég gæti alveg eins dáið
eða tíminn flogið frá okkur.

Þetta er ansi þröngt sjónarhorn,
dauðinn og tíminn taka ástina í gíslingu
og þar er henni haldið
þangað til hún brýtur sér leið

en það gerir hún alltaf
ef það er ástin.

Samt verður að gæta hennar
og það gerir maður alltaf
ef manni finnst maður hennar verður.

*

Engin ummæli: