07 mars 2011

Að tilheyra

Þú tilheyrir mér
og ég er að hugsa um
að kaupa undir þig
glerskáp,
það gæti bara komið
móða á glerið,
svo ég ætti að setja þig
inní ísskáp
nema þú gætir étið
allan matinn
svo ég gæti sett þig
inní kústaskáp
en þá myndi mér bregða
í hvert sinn
sem ég opnaði skápinn
og þú værir önnum kafinn
við að sópa
ég gæti raðað þér
einhverstaðar
með skónum
postulínsstyttunum
geisladiskunum
en það er of mikið vesen
að raða þér í rétta röð
ég gæti haft þig hjá mér
en þá þyrfti ég að tala
við þig og ég hef ekkert
að segja
nema að ég elska þig.

*

Engin ummæli: