10 mars 2011

Skyrtan

Elísabet fór í allar skyrtubúðir á Laugaveginum og komst að því að allar skyrtur eru einlitar einsog menn séu allir á leið í herinn!!! Það var tildæmis enginn með útsauminum: Ég elska Elísabetu á bakinu eða litlum fuglum á ermunum. Elísabet fann loks eina í Herrabúð Kormáks og Skjaldar, hún hét Oscar. Hún var svört einsog nóttin. Elísabet var að hugsa um að sauma útí hana: Ég elska Óskar, ... tilað koma í veg fyrir að hann fari í stríðið.

*

Engin ummæli: