22 desember 2007

Björn Jörundur í Melabúðinni

Það var skorað á mig að koma við í Melabúðinni með Lásasmiðinn, ég sem hélt að allir væru búnir að fá leið á mér þar, en það glumdi um landið: Hva, verðurðu ekki í Melabúðinni!? Og þar hitti ég Björn Jörund vin minn með sína ómótstæðilegu rödd og gúddvill. Hann rak upp stór augu: Hva, ertu með nýja bók, ég hef ekkert séð hana auglýsta. Ég vil nú bara segja að það var eins gott að Björn Jörundur fékk að vita að ég væri með nýja bók, hann er fastur á gjafalistanum en fékk ekki bók í þetta sinn, bara útaf því hvað hann er sætur. Svo kom Siggi Skúla leikari sem er eilífðar unglingur og sagði: Hey, já þessi bók, rosalega skemmtileg kynning á henni. Og svo kom auðvitað minn fasti kúnni Jóhann Sigurjónsson fiskimálastjóri en það er eitt af mínu uppáhaldi að selja honum, og eini maðurinn sem getur látið mig skilja þorskstofninn og ég læt hann skilja jökulárnar. En þetta var svo yndislegt fólk, já mig langar að gefa konunni minni þessa bók, sagði maður sem ég þekkti ekki neitt. Og hangikjötslyktin og allt.

3 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Gaman að þú skulir láta gamla og nýja aðdáendur njóta viðskiptanna, þótt þú sért með forlag á bak við þig. Bara þú látir þér ekki verða kalt við dyrnar!
Loveyou/kristín

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Flottur nýi liturinn á blogginu þínu babyflower úr fagrastræti ... kb.

Nafnlaus sagði...

Og nú hitti ég Vigdísi Finnbogadóttur, hún hafði keypt sér bókina og lesið hana, já og margir fleiri. Gaman, keypti hamborgarahrygg áðan og tvíreykt hangikjöt.

ellastína prellaprína.