31 desember 2007

Sjálfsmorðslöngun...litla barnsins

Þegar ég var lítil langaði mig tilað deyja en það tók mig mörg ár að skilja það, það var svo vandlega falið. Það mátti enginn vita það, það hefðu allir orðið svo móðgaðir, eða kannski staðið á sama. En hér er þetta á borðinu, og borðið er dúklagt, það eru kerti á borðinu og líkið stendur uppi í stofunni. Enginn skilur í dauðanum. Eitthvað hræðilegt kom fyrir. Dánarorsök, óljós, eitthvað á milli rifbeinanna. Flugeldar. Sprengingar. Yfirlið. Svimi. Annálaritarinn. Og þetta er örugglega enn eitt dramað í barninu sem neitar að verða stórt. Svo það krossleggur hendurnar á brjóstinu og ryður útúr sér ævintýrum.

Engin ummæli: