27 desember 2007

Englar á Spáni

Ég gef lítið fyrir allt tal um prinsessu-heilkenni, að vera prinsessa er bara tákn fyrir að vera sérstök, og maður má alveg hafa það sem lítil stelpa, maður getur líka mótað sína prinsessu eftir eigin höfði. En það mælir samt enginn móti því að það vantar mína uppáhaldspersónu í þetta allt prinsessutal, og það er engin önnur en Lína Langsokkur. Hún skiptir mig mestu máli af öllum skáldsagnapersónum. Öllum já.

En ég á fjórar ömmustelpur á Spáni og tvær þeirra hringdu í ömmu sína í gær, þær Alexía og Jóhanna og voru með söngtónleika í símanum í tvo klukkutíma, ég heyrði enn englaraddirnar þeirra þegar ég fór að sofa í gærkvöldi.

Og einu sinni var prinsessa og hún breytti sér í Línu Langsokk en átti alltaf prinessubúninginn inní skáp því einsog konan í búðinni á Írlandi sagði við mig þegar ég keypti svörtu buxurnar: Its nesseccary to have a black trousers in your wardrobe.

Stundum er búningurinn ósýnilegur, þá er talað um andlegan búning, einsog andlegan stað... jæja ég er að fara yfir fótbolta liðins ár, það má sjá allt um það um áramótin á fotbolti.net

Og Kristín Bjarna sagði ég mætti vera í þunglyndi, já ég er nefnilega í smá þunglyndi en það er lagast og ég er um það bil að komast útí búð.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bendi þér á að Lína var alvöru prinsessa, pabbi hennar var negrakóngur í Suðurhöfum. Prinsessur geta verið alla vega í laginu altso.
M

Nafnlaus sagði...

Mamma veit alltaf svarið, ég eer þó alvöru prinessa, ég er Lína,

og Bryndís Zoega ofurfóstra sagði að fjórar línur byggi á Drafnarstíg.

ha ha hahahahahah..a

ekj

Nafnlaus sagði...

og hér er sænsk systir þín, ein lína negraprinsessa, þú getur kópíerað þennan hlekk og gáð http://www.astridlindgren.se/pippi/pippi.htm