19 desember 2007

Hápunktarnir á Írlandi

1. Þegar ég sat á Café Divino við ána Liffey með tölvuna mína.

2. Þegar ég fór út að borða í Allihies með Claudiu 11 ára og Elaine 9 ára.

3. Þegar ég fór í fjallgöngu í Allihies og rakst á Roy Keane og Maríu Mey.

4. Þegar Heilræði lásasmiðsins kom í pósti í Fagrastræti.

5. Þegar Kristín kom og framkallaðist á flugvellinum.

6. Þegar ég spurði Peter Brook afhverju leikhúsið vantaði í leikhúsið.

7. Þegar ég hallaði mér uppað veggnum í Trinity á fullu tungli og fékk hugljómun um mastersritgerð.

8. Þegar litla betlarastelpan spilaði fyrir mig lagið sitt.

9. Þegar ég heyrði í Jökli í símanum. Og þegar ég talaði við Garp við vatnið.

10. Þegar ég týndi minnisbókinni í Malahide.


*

11. Þegar ég hitti Greg í fyrsta sinn, örlaganornina mína á Írlandi. (Hann mun aldrei fyrirgefa mér að vera númer 11, en þó hugsanlegt hann geri það ef ég kalla hann örlaganorn.)

Engin ummæli: