26 desember 2007

Leynilegt samband við raunveruleikann

Ég var að hugsa um mann og ég var að verða vitlaus á honum því hann var á heilanum á mér, virkilega óþolandi, svo ég ímyndaði mér herbergi í heilanum þarsem hann væri og svo henti ég honum út, þá spratt upp undurfagurt blóm í herberginu og ég var hæstánægð, þetta blóm var hægt að nota í leikrit, virkilega skemmtilegt og fallegt blóm, og það fór vel á með okkur í nokkra daga þangað til ég var að verða vitlaus á blóminu, það var svo á sjálfan aðfangadag að undrið gerðist, ég þoldi þetta ekki mikið lengur og greip til ráðs sem ég þekkti en hafði gleymt og það var að hlusta, - á raunveruleikann, hinn ytri heim, og ég heyrði suðið í ísskápnum, suðið í tölvunni, pikkið í lyklaborðinu, skrjáfið í pappírnum, klippið í skærunum, og þegar ég fór til mömmu í mat heyrði ég marrið í snjónum, upp rann dásamlegur heimur, raunveruleikinn, hinn ytri heimur, blómið og maðurinn horfinn, og allt þetta suð og skrjáf og marr og glamrið í pottunum himneskir hljómar, ég heyrði í heiminum fyrir utan en ég hef ekkert heyrt í manninum.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að ég ætti að fá borgað fyrir svona snilld.

Gleðijól í álfahól.

Prella Prina

Kristín Bjarnadóttir sagði...

þetta er auðvitað óborganlegt, en fékkstu ekki eitthvað greitt á staðnum og stundinni?

skilaðu jólakveðju í öll herbergin ...
þín K

Kristín Bjarnadóttir sagði...

var ég búin að segja þér að ég hló svo mikið þegar ég las Lásasmiðinn þinn (í annað eða kannski þriðja sinn!, þá hlóg ég svo mikið að það hélt fyrir mér vöku og ég varð að halda mér fast til að fjúka ekki útúr rúminu eins og Bubbi úr sínum sóffa ...

Nafnlaus sagði...

Já, Lásasmiðurinn er lítið kómík-rit, ;) og maður verður að vera í hlægilegum sófa, nei ég fékk ekkert greitt á staðnum eða stundinni, ég fæ greitt í næsta lífi eða þarnæsta, ég var soldán í síðasta lífi. og átti kvennabúr.

svo skal ég skila jólakveðju í öll herbergin.

ekj

Nafnlaus sagði...

bravó...;)

Nafnlaus sagði...

já garpur, það er ekki svo lítið að fá bravó frá þér, það hlýtur að vera fyrir allt...;)

knús, mamma þín