07 desember 2007

Ég sveiflaðist...

"Ég sveiflaðist milli þess að finnast sögukonan vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira." Þetta segir Kristrún Heiða Hauksdóttir gagnrýnandi í ágætum dómi um Lásasmiðinn í Fréttablaðinu í dag. Þetta er svona dómur sem höfundurinn sjálfur græðir á að lesa. Mjög vel unninn og inspírandi. Birti hann í heild sinni síðar í dag. Og þrjár stjörnur: Venus, Júpíter og Mars.

Af veikindum mínum er það að frétta að mér er batnað, Sveinn Rúnar Palestínulæknirinn minn sagði að sennilega hefði þetta verið lungnakvef og ekki lungnabólga, ég er soldið miður mín að geta ekki flaggað lungnabólgunni lengur en hef sennilega læknast útaf tuðinu í mömmu. Eða frekar hangikjötinu, plokkfiskinum og andanum góða sem hún hefur sáð hér á þessu goðsagnasetri sínu: Skáholti.

Það var líka hressandi að heyra frá Gumma vini mínum, hann er að koma hingað með lambalæri, og eftir samtalið við hann í gær skrifaði ég Seamus Heaney.

Kíkið á dóminn í Fréttablaðinu.

Ást í hjarta.

Engin ummæli: