09 desember 2007

Sagt um Heilræði lásasmiðsins

Þú mátt vera stolt af þessari bók. Hún kemur róti á hugann einsog allar góðar bækur gera.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur


Kjörkuð, nærandi krufning á því hvað er að vera manneskja. Og skemmtileg.

Vilborg Halldórsdóttir, leikkona


Ég segi bravó fyrir þessum skrifum, sleppti henni ekki eina sekúndu. Hef ekki í annan tíma lesið bók þarsem er skrifað um kynlíf á svo teprulausan hátt.

Júlía Alexandra, blaðamaður


Goðsagnakennd.

Ásgeir Ingólfsson, blaðamaður


Sveiflaðist milli þess að finnast sögukona vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira. Bráðskemmtileg...

Kristrún Heiða Hauksdóttir, krítiker


Einstök bók, hugrökk, falleg.

Ásdís Ólsen, sjónvarpskona


Það eru nokkrir dagar síðan ég lauk við að lesa þessa bók og ég hef verið að melta hana síðan. Bókin er í senn falleg og óvægin. Hún er bæði erfið og náin. Lesandinn ferðast með höfundi um hugarheima hennar, allt að innstu hjartarótum. Það var ekki auðvelt ferðalag, hvorki fyrir Elísabetu né mig.
Heilræði lásasmiðsins er sönn saga í bestu merkingu þess orðs, saga sem snertir lesandann og hreyfir við. Saga um ást, saga um þrá, saga um mannleg samskipti og saga um örlög. Athyglisvert er uppgjör Elísabetar við föður sinn, sérstaklega í ljósi bókar Hrafns Jökulssonar þar sem fram fer sambærilegt uppgjör af hans hálfu.
Saga Elísabetar og alls hennar fólks, bæði í raunheimum og hugarheimum, er ágeng og kröftug saga sem óhætt er að mæla með.

Runólfur Ágústsson, bókin á náttborðinu, 3 og hálf stjarna

Engin ummæli: