26 desember 2007

Börn - besta íslenska bíómyndin

Var að horfa á Börn, íslenska bíómynd eftir Vesturport og Ragnar Bragason, snilldarverk, svo mikill léttir að sjá persónur sem voru ekki skáldaðar, með svona innilega flottar samræður, og ég engdist af tilfinningunum, ekki fara þangað, ekki opna dyrnar, ekki yfirgefa strákinn, og flottur leikur, endirinn var að vísu gjörsamlega útí hött, hún hefði átt að enda á slysó þegar læknirinn segir: Þetta slapp fyrir horn í þetta sinn. Og þessi strákur sem lék Guðmund lék svo vel, það léku allir svo vel, ég held þetta hafi verið svarthvítt. Og snarpólitískt ljóð.

Engin ummæli: