09 desember 2007

Þegar Kristín heimsótti mig á Írlandi

Þá uppgötvaði ég að ég hafði byggt utanum mig klaustur, það var minn andlegi veruleiki, þetta var mitt Írland, ég var ein í því og sá það og skrifaði um það, það komst enginn inn. Þetta var skrítið því ég var alltaf að tala við fólk og alltaf á ferðinni en þegar Kristín vinkona mín kom uppgötvaði ég að ég bjó í klaustri og enginn mátti komast inn. Ég veit ekki útaf hverju, kannski af því ég var að sinna fræði og rannsóknarstörfum, ég var að gæta ástarinnar, sem var hvítt blóm einsog það væri samasemmerki milli ástarinnar og einmanaleikans sem var hvítt blóm, nei ástin var rauð blóm, mörg rauð blóm, sem flögruðu. Ég skildi að ég þarf einveru en þetta var ekki það, þetta var líka vernd. Ég átta mig ekki alveg á þessu, og gerði mér ekki grein fyrir því að Kristín kom. Hún kom nefnilega inní klaustrið og það var næstum óþægilegt. En samt gott. Af því það er gott að maður átti sig á því hvar maður er.

ps. Það eru bara fáir sem vita hvað ég meina með þessu klaustri, þetta er svokallaður andlegur veruleiki, ein hliðin á Heimsveldinu sem er sjónhverfingabústaður og ég segi frá í Lásasmiðnum. Breytist úr klaustri, í gat, í pípsjóbox, veg, og svo framvegis.

pps. Það er engin spurning að ég skrifaði Íslendingasögurnar í þessu klaustri.

1 ummæli:

Sigga Lára sagði...

En klaustrið í Írlandi var nú fallegt. Þó það væri líka viti.