07 desember 2007

Gleðidagur

1. Ég fékk að vita að ég væri orðin frísk.

2. Ég fékk skemmtilegan dóm í Fréttablaðinu, visir.is

3. Ég byrjaði á jólahreingerningu fyrir mömmu, á að koma henni á óvart.

4. Ég talaði við Huldu vinkonu mína, hún er að búa til hjálma tilað setja á sig og upplifa eitthvað. Ég sagði henni að Valli væri á hverju götuhorni á Írlandi.

5. Hrafn bróðir minn hringdi úr Trékyllisvík og er að reisa kirkjur á hverri þúfu og bauð mér að koma norður.

6. Unnur systir mín hringdi af því henni fannst svo gaman að heyra lesið úr Lásasmiðnum í gærkvöldi á Selfossi hjá Bjarna Harðarsyni vini mínum og skemmtilegasta þingmanninum. Hún bauð mér á jólamarkað.

7. Gummi vinur minn kom í hádeginu og færði mér læri með brúnni sósu, ég lét hann fá lásasmiðinn og bað hann um að lesa hann í kjötborðinu og segjast ekki geta hætt þegar viðskiptavinirnir kæmu. Hann sagði ég væri svo ungleg og liti svo vel út. Þegar ég hitti Gumma í gær batnaði mér mikið.

8. Elísabet Ronalds vinkona mín hringdi og bað mig um að sækja Loga son hennar á Drafnarborg, ég gerði það og Logi kallaði mig ömmu. Svo sat hún að tedrykkju, ég gaf henni smágjöf frá Írlandi, og hún hélt ekki vatni yfir Lásasmiðnum. Svo fengum við okkur meira te. Krús hvað var gaman að sjá hana.

9. Svo kom Máni!!!Uppáhaldsfrændi minn. Með Aþenu rottweilerhundinn sinn. Hann hafði ekki fengið kortið frá mér, fannst upphafsorð Lásasmiðsins góð innkoma og var þotinn.

10. Garpur hringdi og ég sagði eins gott, mömmur eru svo fljótar að fá höfnunarkennd, hann óskaði mér til hamingju með dóminn, og Ingunn bað að heilsa, og ég hlakka svo tilað fara til þeirra og sjá parketið sem ég held að bumbukrílið hafi lagt meðan þau sváfu. Þau hinsvegar halda að þau hafi lagt parketið.

11. Garpur sagði að Jökull og Kristín kæmu á mánudag. Jibbí. Krús!!!

12. Já, svo er ég bara enn í jólahreingerningu og chilli og á leiðinni í heitt bað, hætti við að fara á AA-fund og í heitapottinn en get varla beðið, helst að einhver komi og keyri mig.

13. Ást í hjarta.

Engin ummæli: