27 desember 2007

Falleg saga

Frida Kahlo - listmálari frá Mexíkó - var sjö ára þegar kennarinn útskýrði fyrir bekknum gang himintungla, hvernig jörðin snerist í kringum sólina og tunglið í kringum jörðina, Frida Kahlo varð svo hugfangin að hún pissaði á sig.

7 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

vúbs! alltí einu ný röð af sætum sögum á síðunni þinni og líka óhugnanlegum ...

Nafnlaus sagði...

já, ég er regnbogabarn, óskin sjálf, fædd undir regnboganum og þessvegna fékk ég allar tilfinningarnar í vöggugjöf, og litla fingur tilað spila á regnbogann.

elísabet kristín

Nafnlaus sagði...

Annars er ég þunglynd núna og veit ékki í hvorn fótinn ég á að stíga, fara út eða vera inni, skrifa þetta eða hitt, áðan var ég að eyða sms-um af símanum mínum og fannst ég vera sóa tímanum, hún er sterk þessi tilfinning að finnast ég alltaf vera að sóa tímanum, svo er ég yfirleitt orðin mjög hress áðuren ég fer að sofa. en þetta lagast þegar skólinn byrjar, þá hef ég ekki tíma tilað vera í þunglyndi á morgnana en verð að hafa mig til í skólann. ekjknús

Kristín Bjarnadóttir sagði...

ástarkrúttið! máttu ekki alveg vera í smáþunglyndi þá, ég meina er það ekki nokkuð örugg leið að næstu og bestu uppsprettu?

Nafnlaus sagði...

takk, þú ert hérmeð kosin krútt aldarinnar. og velkomin í læri, nagaðu smá af mér...

Kristín Bjarnadóttir sagði...

og þannig varð ég nagdýr aldarinnar haha!

Nafnlaus sagði...

nagdýr aldarinnar, já og svo var fræðsluþáttur um þig, elísabet