05 desember 2007

Ég á að vera í rúminu

Það segir læknirinn, ég var á leið á frumsýningu þegar mér datt í hug að hringja í hann, en ég var í klukkutímasjónvarpsviðtali í morgun við fallega og sniðuga konu, Ásdísi Olsen í þættinum Reynslunni ríkari. Hægt að nálgast á visir.is ef einhver kann að fara inná það, ef ég er ekki nógu sæt þá er það lungnabólgan svo ekki hætta að elska mig. Lásasmiðurinn er kominn út og er kominn í bókabúðir. Mamma er að elda hangikjöt.

Myndirnar hér til hliðar tók Kristín Bjarnadóttir vinkona mín og eru eini vitnisburðurinn að ég hafi verið í Dublin, ein mynd af mér og Andrew Keane leikara sem var kynnir á Elísabetarkvöldinu, svo Greg litli landlordinn minn, ég á brúnni en þar stoppaði ég alltaf (þetta er orðin fortíð!!!) tilað ná raunveruleikatengingu og hugsa: Ég er í Dublin, svo ein af mér og James Joyce, við eigum það sameiginlegt að we put everything in, og svo auðvitað tangódísin sjálf og bjútí-ið Kristín.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvar er Dublin núna, í hjartanu, vitnisburður...?

prella prina